Lífið

Georg Bjarnfreðarson mun kunna vel við sig í fangelsi

Til umræðu er að gera kvikmynd í fullri lengd um þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel en þeir slógu öll áhorfsmet á Stöð 2 í vetur. Þegar er búið að komast að samkomulagi um að gera þriðju þáttaröðina og verður hún sýnd á næsta ári. Höfundar hennar settust niður í dag byrjaðu að skrifa handritið að fyrstu þáttunum.

Í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg var í dag verið að leggja drögin að nýrri þáttaröð um félagana Georg, Ólaf Ragnar og Daníel. Nýja þáttaröðin mun gerast á Litla Hrauni en þar þurfa Georg og Daníel sitja inni fyrir það sem þeir gerðu hótelstýrunni í Bjarkarlundi. Jón Gnarr segir að Georg Bjarnfreðarson muni kunna vel við sig í fangelsi enda séu þar stífar reglur og mikill agi.

Jón segir að Georg mundi ekki síður kunna vel við sig á mótmælum og borgarafundum en nóg er af þeim þessa daganna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.