Lífið

Afleggjarinn og Blysfarir tilefndar

Auður A. Ólafsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Auður A. Ólafsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir.

Tilkynnt var í dag hvaða bækur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafsdóttur sem út kom hjá bókaútgáfunni Sölku og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur hjá Forlaginu-JPV útgáfu.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum og er markmið þeirra að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna.

Danski rithöfundurinn Naja Marie Aidt hlaut verðlaunin í ár fyrir smásagnasafnið Bavian.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.