Hrikalegt verkefni að loka fjárlagagatinu 30. desember 2008 18:59 Sársaukafullar aðgerðir blasa við stjórnvöldum til að loka fjárlagagatinu. Jafnvel þótt helstu skattar yrðu hækkaðir um þriðjung og launakostnaður ríkisstarfsmanna skorinn niður um fjórðung dygði það ekki til. Að brúa fjárlagagatið verður sennilega erfiðasta verkefnið sem bíður stjórnvalda á næsta ári, - verkefni sem vafalaust mun kalla á gríðarleg átök. Gefum okkur að stoppa ætti upp í 153 milljarða gatið með hærri tekjuskatti einstaklinga og hækkuðum þannig staðgreiðsluna, sem verður 37 prósent á næsta ári, upp í 40 prósent. Það minnkaði gatið niður í 133 milljarða. Hækkun virðisaukaskatts, bæði hærra og lægra skattþreps, um þrjú prósentustig, kæmi hallanum niður í 113 milljarða. Ef við bættum svo við launalækkun ríkisstarfsmanna um tíu prósent yfir línuna færi hallinn niður í 100 milljarða. Þessar aðgerðir duga bara til að brúa þriðjung hallans þannig að við prófum enn grimmari aðgerðir; staðgreiðsluprósentan upp í 42, vaskurinn enn hærra upp og lækkum launin um fimmtán prósent. Með öllu þessu kæmum við gatinu niður í 64 milljarða.Fyrirvara verður að hafa um hvort slíkar aðgerðir skiluðu tilætluðum tekjum, því miklar skattahækkanir og launaskerðing myndu væntanlega draga úr kaupgetu og vinnuáhuga og auka svarta atvinnustarfsemi.En höldum samt áfram að reyna að loka gatinu og förum með staðgreiðsluna upp í himinhá 45 prósent og vaskinn upp í 33,5 prósent. Þá vantar okkur enn 17 milljarða. Ef við myndum svo loka gatinu með launaskerðingu þyrfti hún að verða 28 prósent.Það verður auðvitað að teljast fjarstæðukennt að stjórnvöld grípi til þvílíkra aðgerða sem þessara. Þessi dæmi eru hins vegar sett fram til að gefa hugmynd um hversu hrikalegt og sársaukafullt verkefni blasir við. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Sársaukafullar aðgerðir blasa við stjórnvöldum til að loka fjárlagagatinu. Jafnvel þótt helstu skattar yrðu hækkaðir um þriðjung og launakostnaður ríkisstarfsmanna skorinn niður um fjórðung dygði það ekki til. Að brúa fjárlagagatið verður sennilega erfiðasta verkefnið sem bíður stjórnvalda á næsta ári, - verkefni sem vafalaust mun kalla á gríðarleg átök. Gefum okkur að stoppa ætti upp í 153 milljarða gatið með hærri tekjuskatti einstaklinga og hækkuðum þannig staðgreiðsluna, sem verður 37 prósent á næsta ári, upp í 40 prósent. Það minnkaði gatið niður í 133 milljarða. Hækkun virðisaukaskatts, bæði hærra og lægra skattþreps, um þrjú prósentustig, kæmi hallanum niður í 113 milljarða. Ef við bættum svo við launalækkun ríkisstarfsmanna um tíu prósent yfir línuna færi hallinn niður í 100 milljarða. Þessar aðgerðir duga bara til að brúa þriðjung hallans þannig að við prófum enn grimmari aðgerðir; staðgreiðsluprósentan upp í 42, vaskurinn enn hærra upp og lækkum launin um fimmtán prósent. Með öllu þessu kæmum við gatinu niður í 64 milljarða.Fyrirvara verður að hafa um hvort slíkar aðgerðir skiluðu tilætluðum tekjum, því miklar skattahækkanir og launaskerðing myndu væntanlega draga úr kaupgetu og vinnuáhuga og auka svarta atvinnustarfsemi.En höldum samt áfram að reyna að loka gatinu og förum með staðgreiðsluna upp í himinhá 45 prósent og vaskinn upp í 33,5 prósent. Þá vantar okkur enn 17 milljarða. Ef við myndum svo loka gatinu með launaskerðingu þyrfti hún að verða 28 prósent.Það verður auðvitað að teljast fjarstæðukennt að stjórnvöld grípi til þvílíkra aðgerða sem þessara. Þessi dæmi eru hins vegar sett fram til að gefa hugmynd um hversu hrikalegt og sársaukafullt verkefni blasir við.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira