Erlent

Stuðningsmaður Camerons í kynlífshneyksli

Lord Laidlaw
Lord Laidlaw

Hinn 64 ára gamli Irvine Lord Laidlaw er einn af helstu styrktaraðilum breska Íhaldsflokksins. Hann hefur nú viðurkennt kynlífsfíkn og flýgur vændiskonum reglulega til Monte Carlo án vitundar eiginkonu sinnar. Laidlaw viðurkenndi þetta eftir afhjúpun breska blaðsins News of the World.

Útsendari blaðsins komst að því að Laidlaw ræður allt að fimm vændiskonur sem síðan taka þátt í hópkynlífi sem inniheldur dýpstu óra lávarðsins. Herlegheitin fara fram í glæsivillu hans í Monte Carlo.

Laidlaw sem er einn helsti stuðningsmaður David Camerons leiðtoga breska íhaldsflokksins styrkti hann um 6 milljónir punda á síðasta ári en nýlega fór hann í meðferð vegna fíknar sinnar.

Í bréfi sem hann sendi blaðinu í kjölfar fréttarinnar viðurkennir hann að eiga við kynlífsfíkn að stríða sem hann hefur nú leitað sér hjálpar við.

„Ég hef barist við kynlífsóra alveg frá því ég komst á fullorðinsaldurinn. Það er ekki til nein lækning við þessu og það er erfitt að hjálpa sér sjálfur. Ég hef lengi verið í meðferð vegna þessa en hef ekki lagt nógu hart að mér til þess að koma í veg fyrir að svona gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×