Innlent

Vélarvana bát rekur að landi

Vélarvana fiskibát rekur nú að landi við Stóru-Sandvík á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnafélagsins eru á leið að bátnum auk þess sem nærstaddir bátar hafa verið beðnir að sigla á staðinn.

Veður á Garðskaga er NV 8-12 m/s og rekur skipið um 1 sjómílur á klukkustund en það er nú statt um 2,5 sjómílur frá landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×