Innlent

Kona í Sauðárkróksmáli hefur áður komið við sögu lögreglu

Lögregla á Norðurlandi rannsakar enn fíkniefnamál sem kom upp á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags. Þá lagði lögregla hald á umtalsvert magn fíkniefna í húsi í bænum og handtók konu á vettvangi.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir í samtali við Vísi að konan hafi áður komið við sögu lögreglu en hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Stefán vill ekki gefa upp magn fíkniefnanna þar sem rannsókn málsins sé enn í gangi.

Enginn annar hefur verið handtekinn vegna málsins en lögregla gerði húsleit í Reykjavík í framhaldinu og lagði þar hald á fíkniefni og vopn. Aðspurður segir Stefán að grunur leiki á málið tengist fíkniefnasölu víðar á Norðurlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×