Erlent

Nær 9.000 dauðsföll í Kína og búist við fleirum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í Sichuan-héraði en óttast er að tala látinni eigi enn eftir að hækka.
Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í Sichuan-héraði en óttast er að tala látinni eigi enn eftir að hækka. MYND/AP/Xinhua

Stjórnvöld í Kína segja tölu látinna eftir jarðskjálftann í morgun nú komna upp undir 9.000 en talið er að hún eigi eftir að hækka þar sem björgunarliði hefur enn ekki tekist að komast til stórra svæða sem urðu illa úti.

Upptök skjálftans voru í fjalllendi um 100 kílómetra frá Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs, en í borginni búa 10 milljónir. Mældist skjálftinn 7,8 stig á Richter og meðal bygginga sem hrundu eru átta skólar, nokkrar efnaverksmiðjur og sjúkrahús.

Mörg hundruð manns grófust undir rústunum, meðal annars hrundi skólabygging yfir 900 unglinga í borginni Dujiangyan. Hefur nokkrum tugum þeirra verið bjargað og um þessar mundir er fimm krönum beitt til að lyfta hlutum byggingarinnar og hjálpa fleirum sem af komust.

Reuters greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×