Innlent

„Fáránleg árátta sem við skiljum ekki“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slökkvilið berst við eldinn á Hvaleyrarholtinu.
Slökkvilið berst við eldinn á Hvaleyrarholtinu. MYND/Stefán Karlsson

„Þetta er einhver fáránleg árátta sem við skiljum ekki," sagði Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri þegar hann var spurður að því hvort mennirnir sem játað hafa á sig brunann á Hvaleyrarholti hafi gefið einhverjar skýringar á athæfi sínu.

„Þeir eru að kveikja í og keyra síðan í burtu og fá eitthvað út úr því að fylgjast með úr fjarlægð. Þetta er náttúrulega bara eitthvað sem við skiljum ekki sem höfum ekki þessa þörf sem þeir hafa fyrir að sjá eld brenna. Þetta er alveg með ólíkindum," bætti Sævar við.

Hann segir rannsókn málsins hafa farið fram á svæðisstöðinni í Hafnarfirði en vegna umfangs málsins hafi lögregla þar notið aðstoðar starfsfélaga sinna frá aðalstöðvunum við Hverfisgötu.


Tengdar fréttir

Þrír handteknir vegna íkveikju í skóglendi í nótt

Þrír ungir menn voru handteknir í grennd við Hvaleyrarvatn í nótt, grunaðir um að hafa kveikt þar í með þeim afleiðingum að mikið tjón varð á trjágróðri á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Grunaðir brennumenn hafa játað

Þrír menn á tvítugsaldri, sem sætt hafa yfirheyrslum hjá svæðisstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði, játuðu fyrir skemmstu að hafa kveikt í á ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×