Erlent

Falast eftir fyrrum hermönnum í smyglverkefni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkóskir hermenn í Tijuana á ráðstefnu embættismanna þar í dag. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Mexíkóskir hermenn í Tijuana á ráðstefnu embættismanna þar í dag. Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/AP

Yfirvöld í Guatemala rannsaka nú útvarpsauglýsingar sem lýsa eftir fyrrverandi hermönnum til að taka að sér smyglverkefni.

Útvarpað er frá útlagahéraðinu Peten sem liggur djúpt í frumskógum landsins og sérstaklega falast eftir svokölluðum Kaibil-hermönnum en þeir sem luku þeirri þjálfunaráætlun skipuðu skæðustu sérsveitirnar á dögum borgarastyrjaldarinnar í landinu. Hluti af þjálfun Kaibil-sveitanna fólst í að leggja sér til munns hrá innyfli hunda svo varla kalla þeir allt ömmu sína.

Samkvæmt auglýsingunum felst starfið í því að tryggja öryggi ökutækja sem flytja „varning" til Mexíkó og velkjast fáir í vafa um að þar sé átt við kókaínfarma á leið á markaði. Talið er að fyrrum hermenn frá Guatemala starfi með Zetas-hópnum, fyrrverandi mexíkóskum hermönnum sem ráða lögum og lofum í stórum kókaínhringjum við Mexíkóflóa.

Hefur fjöldi aftaka á lögreglumönnum og keppinautum verið rakinn til þessa samstarfs nýlega. Um 75% af því kókaíni sem framleitt er í Kólumbíu er smyglað gegnum Mið-Ameríku og stór hluti þess fer yfir landamæri Guatemala og Mexíkó.

Reuters greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×