Erlent

Koma á átakshóp til að takast á við matvælakreppu

MYND/AP

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggst koma á fót sérstökum átakshópi til þess að takast á við yfirvofandi matvælakreppu vegna hækkandi matvælaverðs.

Verð á hrísgrjónum, korni, olíu og sykri hefur til að mynda hækkað um fimmtíu prósent frá sama tíma í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar munu einblína á fátækari lönd heimsins og segir framkvæmdastjórinn að leggja þurfi fram 55 milljarða króna til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna geti sinnti sínum störfum í ár. Hvatti hann þjóðir heims til þess að leggja fram enn meira fé þar sem talið er að 100 milljónir manna líði nú matarskort.

Þá hvatti Ban til þess að bændur í fátækari ríkjum yrðu styrktir en hækkandi verð á eldsneyti og áburði kemur harkalega niður á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×