Enn eykst þrýstingurinn á Gordon Brown formann Verkamannaflokksins í Bretlandi um að hann láti af formannsstöðunni.
Einn af þingmönnum Verkamannaflokksins hefur nú sagt það opinberlega að Brown eigi að draga sig í hlé. Þingmaðurinn, Gordon Prentice segir í samtali við blaðið Financial Times að hann voni að Brown sjái það að er best í hans eigin þágu og flokksins að hann dragi sig hlé.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í The Times er fylgi verkamannaflokksins nú aðeins 27% og hefur ekki verið minna í tæp 30 ár.