Erlent

Stór jarðskjálfi reið yfir Los Angeles

Jarðskjálfti sem mældist 5,4 á Richter reið yfir Los Angeles og nágrenni í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur í suðurhluta Kaliforníu í rúman áratug.

Fannst hann allt til San Diego og Las Vegas. Hús skulfu og munir hrundu úr hillum í Los Angeles og í fjölda tilvika þusti fólk út á götu af heimilum sínum og skrifstofum. Hinsvegar er ekki vitað til að neinn hafi slasast og eignatjón er minniháttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×