Erlent

Tyrkneskir dómstólar banna ekki stjórnarflokkinn

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra.

Stjórnlagadómstóll Tyrklands hefur undanfarna daga íhugað hvort banna skuli stjórnarflokk landsins, Réttlætis- og þróunarflokkinn, sem hefur meirihluta á tyrkneska þingi og hefur farið með stjórnað landinu undanfarið. Forystumenn flokksins voru meðal annars sakaðir um að vilja að koma fót trúarlegri stjórnskipan að íslömskum sið.

Dómstólinn hefur komst að þeirri niðurstöðu að ekki eigi að banna stjórnarflokkinn. Til þess að svo yrði hefðu 7 af 11 dómurum að vera því sammála. 6 dómarar vildu banna flokkinn.

Í mars síðastliðnum ákærði aðalsaksóknari Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, og tugi félaga í flokknum. Abdullah Gül, forseti Tyrklands, var meðal hinna ákærðu. Saksóknarinn fór fram á að þeim yrði bannað að ganga í stjórnmálaflokk næstu fimm árin.

Flokksfélagarnir voru sakaðir um að ætla að brjóta gegn veraldlegri stjórnskipan landsins með því að koma á fót trúarlegri stjórnskipan að íslömskum sið. Tyrkneski herinn hefur litið á það sem hlutverk sitt undanfarna áratugi að standa verð um aðskilnað ríkis og trúar.

Frá 1960 hafa meiri en 20 stjórnmálaflokkar verið bannaðar í Tyrklandi. Aldrei áður hefur þó ríkjandi stjórnarflokkur með meirihluta þingsæta á bak við sig komist nærri því að vera bannaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×