Innlent

Telur ekki heppilegt að halda opið prófkjör

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Á nýlegum fundi sem Hanna Birna Kristjánssdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt með stjórnum hverfafélaga flokksins í borginni, lýsti hún þeirri skoðun sinni að ekki væri heppilegt að halda opið prófkjör fyrir næstu kosningar.

Á fundinum lagði Hanna þess í stað til að stillt verði upp á framboðslista.

Þessi tillaga féll í grýttan jarðveg á fundinum en heimildir Vísis herma að margir sjálfstæðismenn vilji gefa nýjum einstaklingum tækifæri á að bjóða sig fram eftir vandræðaganginn á þessu kjörtímabili.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er hins vegar hrædd við þau átök sem prófkjöri kynni að fylgja. Þar að auki gerir hún sér að sjálfsögðu grein fyrir því að erfitt verður fyrir uppstillingarnefnd að ganga framhjá henni þegar kemur að því að skipa í efsta sæti listans.

Sjálfstæðisflokkurinn stillti síðast upp framboðslista þegar Birni Bjarnasyni var falið að fella Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og R-listann árið 2002. Björn var þá settur oddviti í stað Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Ekki náðist í Hönnu Birnu við gerð fréttarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×