Ítalskur skiptinemi með 9,14 í einkunn 21. desember 2008 07:00 Í góðum félagsskap Veronica Piazza ásamt íslenskri vinkonu sinni, Elísu Birtu Ingólfsdóttur. Fréttablaðið/anton „Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Meðaleinkunn Veronicu úr jólaprófunum er 9,14 og er árangur hennar enn glæsilegri sé litið til þess að hún kunni ekki stakt orð í íslensku þegar hún kom til landsins fyrir tæpum fjórum mánuðum á vegum AFS-samtakanna. Fyrstu vikurnar talaði íslensk fósturfjölskylda Veronicu bæði íslensku og ensku við hana en svo var tekin ákvörðun um að á heimilinu yrði bara töluð íslenska. Það hefur hjálpað henni mikið við að ná tungumálinu. Hún segir íslensku vera allt öðruvísi en ítölsku og enn skilji hún ekki allt sem við hana er sagt. Veronica kemur frá smábæ skammt frá Mílanó á Ítalíu. Hún segist hafa valið að koma til Íslands þar sem henni hafi þótt landið svo framandi. „Á Ítalíu er lítið talað um Ísland en margir spurðu mig af hverju ég færi ekki til Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á að kynnast Íslandi, landinu og menningunni," segir Veronica. „Ítalir hafa þá hugmynd um íbúa Norðurlandanna að þeir séu svo kaldir í viðmóti. Að þeir tali ekkert og ég var svolítið hrædd um þetta þar sem ég er ekkert ofsalega opin í samskiptum. Ég held þó að ég hafi lært að til að kynnast fólki sé mikilvægt að taka fyrsta skrefið. Ég reyni því að kynnast fólki og þannig hef ég lært margt þessa mánuði sem ég hef búið á Íslandi," segir Veronica. Henni finnst Íslendingar þó svolítið skrítnir. „Fyrst eru þeir feimnir en svo þegar maður kynnist þeim þá eru þeir svo hlýir og yndislegir. Í fyrstu var ég svolítið áttavillt þar sem á Ítalíu er venjan að faðma fólk og kyssa, jafnvel þótt þú þekkir það ekki. Ég komst þó fljótt að því að þannig eru Íslendingar ekki," segir Veronica og hlær. „Mér líður vel á Íslandi. Ég bjóst ekki við að Íslendingar væru svona yndislegt fólk og ég er mjög ánægð hérna hjá íslensku fjölskyldunni minni. Svo hef ég eignast fullt af góðum vinum," segir Veronica sem ráðgerir að dvelja á Íslandi fram í júní á næsta ári. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Meðaleinkunn Veronicu úr jólaprófunum er 9,14 og er árangur hennar enn glæsilegri sé litið til þess að hún kunni ekki stakt orð í íslensku þegar hún kom til landsins fyrir tæpum fjórum mánuðum á vegum AFS-samtakanna. Fyrstu vikurnar talaði íslensk fósturfjölskylda Veronicu bæði íslensku og ensku við hana en svo var tekin ákvörðun um að á heimilinu yrði bara töluð íslenska. Það hefur hjálpað henni mikið við að ná tungumálinu. Hún segir íslensku vera allt öðruvísi en ítölsku og enn skilji hún ekki allt sem við hana er sagt. Veronica kemur frá smábæ skammt frá Mílanó á Ítalíu. Hún segist hafa valið að koma til Íslands þar sem henni hafi þótt landið svo framandi. „Á Ítalíu er lítið talað um Ísland en margir spurðu mig af hverju ég færi ekki til Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á að kynnast Íslandi, landinu og menningunni," segir Veronica. „Ítalir hafa þá hugmynd um íbúa Norðurlandanna að þeir séu svo kaldir í viðmóti. Að þeir tali ekkert og ég var svolítið hrædd um þetta þar sem ég er ekkert ofsalega opin í samskiptum. Ég held þó að ég hafi lært að til að kynnast fólki sé mikilvægt að taka fyrsta skrefið. Ég reyni því að kynnast fólki og þannig hef ég lært margt þessa mánuði sem ég hef búið á Íslandi," segir Veronica. Henni finnst Íslendingar þó svolítið skrítnir. „Fyrst eru þeir feimnir en svo þegar maður kynnist þeim þá eru þeir svo hlýir og yndislegir. Í fyrstu var ég svolítið áttavillt þar sem á Ítalíu er venjan að faðma fólk og kyssa, jafnvel þótt þú þekkir það ekki. Ég komst þó fljótt að því að þannig eru Íslendingar ekki," segir Veronica og hlær. „Mér líður vel á Íslandi. Ég bjóst ekki við að Íslendingar væru svona yndislegt fólk og ég er mjög ánægð hérna hjá íslensku fjölskyldunni minni. Svo hef ég eignast fullt af góðum vinum," segir Veronica sem ráðgerir að dvelja á Íslandi fram í júní á næsta ári.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira