Innlent

Óvirk umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar

Töluvert umferðaröngþveiti myndaðist fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Ljósin virtust óvirk og blikkað á gulu stanslaust. Bílar vissu ekki hvort þeir voru að koma eða fara að sögn sjónvarvottar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang til þess að stjórna umferðinni sem er nokkur. Einnig spurðist út að ljósin á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar væru óvirk en lögreglan hafði ekkert heyrt af því þegar Vísir ræddi við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×