Leigubílstjóra ógnað með hnífi - fann árásarmennina sjálfur Breki Logason skrifar 14. júlí 2008 12:18 Leigubílstjórinn, Þorsteinn Héðinsson, sem varð fyrir fólskulegri árás í Garðabæ aðfaranótt föstudags fann árásarmennina sjálfur. Daginn eftir stóð hann fyrir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og reykti sígarettu. Skyndilega byrjuðu fjórir piltar að æpa ókvæðisorð að Þorsteini sem áttaði sig á að þarna voru árásarmennirnir. Lögreglan handtók þá stuttu síðar og voru þeir vopnaðir hnífum. Þorsteinn tók tvo pilta upp í bílinn hjá sér við Hlemm aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Þeir báðu hann um að keyra sig í Garðabæ og töluðu ensku allan tímann. „Þeir þóttust vera pólverjar en ég áttaði mig strax á að þetta væru íslendingar, en spilaði bara með. Ég hafði óljósan grun um í hvað stefndi þegar þeir spurðu mig um símann og hvort ég væri með talstöð," segir Þorsteinn en piltarnir fóru út við verslun 11-11 við Gilsbúð í Garðabæ. „Þegar ég er að stoppa kom fyrsta höggið á fleygiferð og sprengdi efri vörina. Ég gaf þá allt í botn og í kjölfarið fylgdu fimm til sex högg í viðbót," segir Þorsteinn en sá sem lét höggin dynja sat í framsætinu. Hinn pilturinn sem var aftan í hélt á hnífi og hótaði Þorsteini. „Hann sagðist hafa drepið marga og heimtaði peninga. Ég lét þá fá þúsund kall sem ég var með en sagði hitt allt vera í kortum." Því næst tóku piltarnir Nokia 5110 síma Þorsteins og hlupu í burtu, en Þorsteinn kallaði til lögreglu sem hóf þegar leit að piltunum, án árangurs. Daginn eftir fór Þorsteinn síðan upp á lögreglustöð með öðrum leigubílstjóra sem hafði orðið vitni að því þegar piltarnir fóru upp í bílinn. „Ég fór með honum niðureftir en þegar ég kom inn sagðist lögreglan ekkert hafa við mig frekar að tala, ég fór því bara út að reykja." Skyndilega heyrir Þorsteinn einhverja pilta kalla ókvæðisorð að sér en þeir standa fjórir saman hinum megin við götuna, hjá Hlemmi. „Þá sé ég einn þarna með ljósan koll og áttaði mig strax á því að þetta var sá sami og kom upp í bílinn hjá mér," segir Þorsteinn sem beið rólegur þar til piltarnir fóru í hvarf. Því næst hringdi hann í lögregluna sem fór af stað. „Við sóttum þá síðan niður í Kvosina þar sem Hljómbær var í gamla daga. Þeir voru þrír teknir, þessi og tveir aðrir," segir Þorsteinn en piltarnir sem allir eru 16 ára gamlir voru vopnaðir hnífum. Þorsteinn gaf skýrslu og var beðinn um að teikna hnífsblaðið sem hann og gerði. Daginn eftir hafði lögreglan samband við Þorstein og sagði hann hafa lýst og teiknað 100% hnífsblaðið sem drengurinn var með. „Hann var reyndar eitthvað malda í móinn og sagðist ekki hafa beitt hnífnum." Þrátt fyrir allt lét Þorsteinn uppákomuna ekkert á sig fá og var að keyra í miðbænum um helgina. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Leigubílstjórinn, Þorsteinn Héðinsson, sem varð fyrir fólskulegri árás í Garðabæ aðfaranótt föstudags fann árásarmennina sjálfur. Daginn eftir stóð hann fyrir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og reykti sígarettu. Skyndilega byrjuðu fjórir piltar að æpa ókvæðisorð að Þorsteini sem áttaði sig á að þarna voru árásarmennirnir. Lögreglan handtók þá stuttu síðar og voru þeir vopnaðir hnífum. Þorsteinn tók tvo pilta upp í bílinn hjá sér við Hlemm aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Þeir báðu hann um að keyra sig í Garðabæ og töluðu ensku allan tímann. „Þeir þóttust vera pólverjar en ég áttaði mig strax á að þetta væru íslendingar, en spilaði bara með. Ég hafði óljósan grun um í hvað stefndi þegar þeir spurðu mig um símann og hvort ég væri með talstöð," segir Þorsteinn en piltarnir fóru út við verslun 11-11 við Gilsbúð í Garðabæ. „Þegar ég er að stoppa kom fyrsta höggið á fleygiferð og sprengdi efri vörina. Ég gaf þá allt í botn og í kjölfarið fylgdu fimm til sex högg í viðbót," segir Þorsteinn en sá sem lét höggin dynja sat í framsætinu. Hinn pilturinn sem var aftan í hélt á hnífi og hótaði Þorsteini. „Hann sagðist hafa drepið marga og heimtaði peninga. Ég lét þá fá þúsund kall sem ég var með en sagði hitt allt vera í kortum." Því næst tóku piltarnir Nokia 5110 síma Þorsteins og hlupu í burtu, en Þorsteinn kallaði til lögreglu sem hóf þegar leit að piltunum, án árangurs. Daginn eftir fór Þorsteinn síðan upp á lögreglustöð með öðrum leigubílstjóra sem hafði orðið vitni að því þegar piltarnir fóru upp í bílinn. „Ég fór með honum niðureftir en þegar ég kom inn sagðist lögreglan ekkert hafa við mig frekar að tala, ég fór því bara út að reykja." Skyndilega heyrir Þorsteinn einhverja pilta kalla ókvæðisorð að sér en þeir standa fjórir saman hinum megin við götuna, hjá Hlemmi. „Þá sé ég einn þarna með ljósan koll og áttaði mig strax á því að þetta var sá sami og kom upp í bílinn hjá mér," segir Þorsteinn sem beið rólegur þar til piltarnir fóru í hvarf. Því næst hringdi hann í lögregluna sem fór af stað. „Við sóttum þá síðan niður í Kvosina þar sem Hljómbær var í gamla daga. Þeir voru þrír teknir, þessi og tveir aðrir," segir Þorsteinn en piltarnir sem allir eru 16 ára gamlir voru vopnaðir hnífum. Þorsteinn gaf skýrslu og var beðinn um að teikna hnífsblaðið sem hann og gerði. Daginn eftir hafði lögreglan samband við Þorstein og sagði hann hafa lýst og teiknað 100% hnífsblaðið sem drengurinn var með. „Hann var reyndar eitthvað malda í móinn og sagðist ekki hafa beitt hnífnum." Þrátt fyrir allt lét Þorsteinn uppákomuna ekkert á sig fá og var að keyra í miðbænum um helgina.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira