Innlent

Vélarbilun orsakaði rúmlega sólarhringsseinkun

SHA skrifar

Bilun varð í einni flugvél Icelandair á leið frá Bergen um helgina. Bilunin orsakaði rúmlegar sólarhringsseinkun á komu flugvélarinnar til landsins.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að félagið harmi seinkunina en að brugðist hafi verið við biluninni eftir aðstæðum. Ekkert óeðlilegt hafi verið við sjálfa bilunina en viðgerðin reyndist því miður mjög tímafrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×