Innlent

Lögðu nótt við nýtan dag til aðstoðar viðskiptavinum

Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express.

Starfsmenn Iceland Express þurftu sumir hverjir að vaka í allt að sextíu klukkutíma til þess að hjálpa farþegum vegna bilunar sem kom upp í vél um helgina og olli seinkunum hjá flugfélaginu.

„Starfsmenn okkar þurftu að leggja nótt við nýtan dag til þess að aðstoða viðskiptavini okkar vegna seinkananna, að missa eina vél út er mjög erfitt sérstaklega þegar viðgerðin tekur sinn tíma," segir Lára Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi Iceland Express.

„Um þrjátíu manns voru að vinna hérna heima um helgina til aðstoðar fólki, til dæmis við að finna gistingu og gefa fólki að borða í Leifsstöð. Auk þess voru fleiri starfsmenn á okkar vegum erlendis að hjálpa fólki."

Að sögn Láru gilda ákveðnar reglur um seinkanir af þessu tagi og hvatti hún viðskiptavini Iceland Express, sem lentu í hremmingum vegna seinkananna, til að leita sér upplýsinga á vef flugfélagsins eða senda þeim tölvupóst.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×