Innlent

SUF ályktar um Ramses

Paul Ramses
Paul Ramses

Samband ungra framsóknarmann sendi frá sér ályktun í dag þar sem það er harmað að mál Paul Ramses hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun.

"Þrátt fyrir að heimilt sé að senda Paul til Ítalíu þar sem Ítalía ber ábyrgð á málsmeðferð hans samkvæmt Dublin-reglugerðinni þá hefði verið hægt í hans tilfelli að nýta grein í reglugerðinni er heimilar Íslendingum að taka málið í sínar hendur.

Paul Ramses var hér á landi sem skiptinemi auk þess sem hann hefur starfað fyrir íslenskar hjálparstofnanir. Hann hefur því mikil tengsl við land og þjóð og hefði verið eðlilegt að málsmeðferð í hælisumsókn hans væri hér á landi.

SUF telur að málið sýni að stjórnvöld þurfi að setja meiri kraft og fjármuni í málaflokk hælisleitenda. Hælisleitendur eru í mikilli óvissu á meðan hælisumsókn þeirra er í vinnslu og er það bæði þeim sem og íslenskum stjórnvöldum til góðs að hægt sé að leysa úr málum þeirra á stuttum tíma án þess að málshraðinn hafi áhrif á rannsókn mála.

Starfsmenn Útlendingastofnununar vinna erfitt starf og hefur hælisleitendum sem og erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgað gífurlega síðustu ár. Álag á stofnunina hefur aukist í samræmi við það. Því er brýnt að Útlendingastofnun sé veittur nauðsynlegur stuðningur og starfsumhverfi sem gerir henni kleyft að sinna lögbundnu starfi sínu á sem bestan hátt.

Ljóst er að skoða þarf ferli hælisumsókna, allt frá því að umsókn er lögð fram þar til máli líkur. Geðþóttaákvarðanir eiga ekki að eiga sér stað innan stjórnkerfisins heldur verður að rannsaka öll mál af kostgæfni. Þannig eiga sambærileg tilvik að vera afgreidd á sambærilegan hátt," segir í ályktun SUF








Fleiri fréttir

Sjá meira


×