Erlent

Dauðsföllum stúlkna í Indlandi fjölgar

Indverskar stúlkur.
Indverskar stúlkur.

Fjöldi stúlkna sem vex úr grasi í Indlandi hefur náð lágmarki samanborið við drengi þar í landi. Hlutfallið hefur farið allt niður í 300 stúlkur miðað við hverja 1000 drengi í einu héraði landsins. Venjulega hefur þetta hlutfall verið 950 stúlkur á hverja 1000 stráka.

Indverskar konur eru undir gríðarlegri pressu að eignast syni bæði þar sem samfélagið hyglar því að eignast drengi og vegna þess að það þykir byrði að eignast stúlkur.

Könnun sem gerð var á hlutfallinu sýndi að hlutfall stúlkna miðað við drengi hefði lækkað síðan 2001 í fjórum af þeim fimm stöðum sem kannaðir voru. Könnunin sýndi einnig fram á að hlutfall stúlkna hafði lækkað mest á stöðum þar sem fólk væri fremur efnað.

Líklegt er að ómsjátækni sé notuð til þess að vita kynið og stúlkufóstrum síðan eytt en ólöglegt er á Indlandi að eyða fóstrum vegna kyns. Einnig er líklega beitt ólöglegum aðferðum eins og að leyfa sýkingu að gerjast í naflastrengnum hjá stúlkubörnum.

Telja hjálparsamtök þetta boða dökka framtíð á Indlandi ef heldur áfram sem horfir. Fulltrúi hjálparsamtakanna Action Aid segir samkvæmt fréttavef BBC að það erfiða í þessu máli sé að skynsamlegast sé persónulega fyrir konur í Indlandi að eyða stúlkufóstrum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×