Innlent

Annir hjá þyrlum Gæslunnar um helgina

MYND/Anna María Sigurjónsdóttir

Viðbrögð við ólátum í Húsafelli á laugardag og umferðarslys í Mývatnssveit á mánudag voru meðal þeirra verkefna sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinntu í samvinnu við lögreglu um verslunarmannahelgina.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að aðilar hafi verið sammála um að þau skjótu viðbrögð sem unnt var að beita með notkun þyrlunnar í þessum tilvikum hafi skipt sköpum.

Þyrlurnar flugu einnig með lögreglumenn við og eftir helstu þjóðvegum landsins þar sem þeir sinntu umferðareftirliti. Eftirlitið þótti gefast vel, góð yfirsýn fékkst yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélanna voru til taks með lækni og lögreglumanni þegar á þurfti að halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×