Innlent

Innbrotsþjófur í gæsluvarðhald

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir innbrotsþjófi sem handtekinn var ásamt þremur öðrum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms.

Tveimur mannanna var sleppt en sá þriðji hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við húsleit hjá mönnunum tveimur fannst töluvert af munum sem talið er að séu illa fengnir. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna voru mennirnir tveir því úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem annar þeirra kærði en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22.ágúst nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×