Langjökull horfinn um miðja næstu öld? 6. ágúst 2008 13:19 Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. Þetta kemur fram í skýrslu vísindanefndar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í fyrra til að meta áhrif loftlagsbreytinga í heiminum á Ísland. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að loftlagsbreytinga gæti nú þegar hér á landi og að þær muni hafa veruleg áhrif á náttúrufar. Þannig er gert ráð fyrir að Vatnajökull og Hofsjökull muni á næstu 150 árum hopa upp á hæstu tinda og vegna aukinnar bráðnunar mun afrennsli frá jöklum aukast mjög á fyrri hluta aldarinnar en minnka vegna stöðugrar rýrnunar jöklanna. Hitinn eykst meira á veturna en sumrin Þá benda loftlagslíkön til þess að hitinn á Íslandi muni aukast um 0,2 gráður ár áratug og er líklegast að það hlýni mest að vetrarlagi en minnst á sumrin. „Þótt veðurfarslíkön geri ráð fyrir aukinni úrkomu ber þeim ekki saman um hversu mikil aukningin verður. Úrkomudögum mun líklega fjölga og ákefð úrkomu aukast," segir á vef umhverfisráðuneytisins.Í skýrslunni er enn fremur gert ráð fyrir því að það hlýni á hafsvæðinu umhverfis Ísland á þessari öld og þá muni botnfiskum, eins og kolmunna og makríl, fjölga hér við land auk þess sem líkur eru á að auknum göngum úr norsk-íslenska síldarstofninum inn á Íslandsmið. Hlýnunin er hins vegar talin geta takmarkað útbreiðslu norrænni tegunda eins og loðnu, grálúðu og rækju sem gæti haft neikvæð áhrif á fæðubúskap þorsks.„Meiri hlýnun á heimskautssvæðinu en hér við land kann að hafa mikil óbein áhrif á lífríkið í sjónum við Ísland, þar sem ekki er ólíklegt að flökkustofnar eins og síld, loðna, og makríll breyti um göngur og stofnstærðir riðlist þegar nýjar lendur opnast í N-Íshafi," segir enn fremur í skýrslunni.Hlýnun hefur góð áhrif á gróðurþekju og landbúnaðÞá er gert ráð fyrir að hlýnunin hafi góð áhrif á gróðurþekju landsins og sömuleiðis landbúnað en hún mun gera norðlægum fuglategundum erfiðara uppdráttar en fjölga suðlægari fuglategundum hér á landi. Þá er bent á að umhverfisbreytingar í hafinu við landið hafi valdið verulegri fækkun sjófugla.Í skýrslunni segir að líklegar breytingar á sjávarstöðu á þessari öld séu háðar hnattrænni hækkun sjávar og lóðréttum hreyfingum lands. Landris við suðausturströndina geti vegið upp sjávarborðshækkun en landsig á suðvesturhluta landsins geti aukið við hana. „Talið er að hnattræn sjávarhækkun á þessari öld verði 0,2 til 0,6 metrar, en veruleg óvissa er í þessu mati og ekki hægt að útiloka enn meiri hækkun," segir í skýrslunni.Aukin sjávarhæð geti valdið náttúruvá og þá gætu vetrar- og haustflóð orðið meiri samfara aukinni úrkomu og flóð gætu orðið víðar á landinu en nú er. Vorflóð gætu enn fremur orðið sneggri og meiri.Skýrsla nefndarinnar byggir að hluta á fjórðu úttekt IPCC, en einnig að verulegu leyti á rannsóknum íslenskra og erlendra vísindamanna á umhverfisbreytingum á Íslandi. Margir vísindamenn mættu á fundi nefndarinnar og kynntu rannsóknaniðurstörðu, og einnig lögðu margir vísindamenn nefndinni til efni og lásu yfir skýrsludrög. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. Þetta kemur fram í skýrslu vísindanefndar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í fyrra til að meta áhrif loftlagsbreytinga í heiminum á Ísland. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að loftlagsbreytinga gæti nú þegar hér á landi og að þær muni hafa veruleg áhrif á náttúrufar. Þannig er gert ráð fyrir að Vatnajökull og Hofsjökull muni á næstu 150 árum hopa upp á hæstu tinda og vegna aukinnar bráðnunar mun afrennsli frá jöklum aukast mjög á fyrri hluta aldarinnar en minnka vegna stöðugrar rýrnunar jöklanna. Hitinn eykst meira á veturna en sumrin Þá benda loftlagslíkön til þess að hitinn á Íslandi muni aukast um 0,2 gráður ár áratug og er líklegast að það hlýni mest að vetrarlagi en minnst á sumrin. „Þótt veðurfarslíkön geri ráð fyrir aukinni úrkomu ber þeim ekki saman um hversu mikil aukningin verður. Úrkomudögum mun líklega fjölga og ákefð úrkomu aukast," segir á vef umhverfisráðuneytisins.Í skýrslunni er enn fremur gert ráð fyrir því að það hlýni á hafsvæðinu umhverfis Ísland á þessari öld og þá muni botnfiskum, eins og kolmunna og makríl, fjölga hér við land auk þess sem líkur eru á að auknum göngum úr norsk-íslenska síldarstofninum inn á Íslandsmið. Hlýnunin er hins vegar talin geta takmarkað útbreiðslu norrænni tegunda eins og loðnu, grálúðu og rækju sem gæti haft neikvæð áhrif á fæðubúskap þorsks.„Meiri hlýnun á heimskautssvæðinu en hér við land kann að hafa mikil óbein áhrif á lífríkið í sjónum við Ísland, þar sem ekki er ólíklegt að flökkustofnar eins og síld, loðna, og makríll breyti um göngur og stofnstærðir riðlist þegar nýjar lendur opnast í N-Íshafi," segir enn fremur í skýrslunni.Hlýnun hefur góð áhrif á gróðurþekju og landbúnaðÞá er gert ráð fyrir að hlýnunin hafi góð áhrif á gróðurþekju landsins og sömuleiðis landbúnað en hún mun gera norðlægum fuglategundum erfiðara uppdráttar en fjölga suðlægari fuglategundum hér á landi. Þá er bent á að umhverfisbreytingar í hafinu við landið hafi valdið verulegri fækkun sjófugla.Í skýrslunni segir að líklegar breytingar á sjávarstöðu á þessari öld séu háðar hnattrænni hækkun sjávar og lóðréttum hreyfingum lands. Landris við suðausturströndina geti vegið upp sjávarborðshækkun en landsig á suðvesturhluta landsins geti aukið við hana. „Talið er að hnattræn sjávarhækkun á þessari öld verði 0,2 til 0,6 metrar, en veruleg óvissa er í þessu mati og ekki hægt að útiloka enn meiri hækkun," segir í skýrslunni.Aukin sjávarhæð geti valdið náttúruvá og þá gætu vetrar- og haustflóð orðið meiri samfara aukinni úrkomu og flóð gætu orðið víðar á landinu en nú er. Vorflóð gætu enn fremur orðið sneggri og meiri.Skýrsla nefndarinnar byggir að hluta á fjórðu úttekt IPCC, en einnig að verulegu leyti á rannsóknum íslenskra og erlendra vísindamanna á umhverfisbreytingum á Íslandi. Margir vísindamenn mættu á fundi nefndarinnar og kynntu rannsóknaniðurstörðu, og einnig lögðu margir vísindamenn nefndinni til efni og lásu yfir skýrsludrög.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira