Langjökull horfinn um miðja næstu öld? 6. ágúst 2008 13:19 Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. Þetta kemur fram í skýrslu vísindanefndar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í fyrra til að meta áhrif loftlagsbreytinga í heiminum á Ísland. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að loftlagsbreytinga gæti nú þegar hér á landi og að þær muni hafa veruleg áhrif á náttúrufar. Þannig er gert ráð fyrir að Vatnajökull og Hofsjökull muni á næstu 150 árum hopa upp á hæstu tinda og vegna aukinnar bráðnunar mun afrennsli frá jöklum aukast mjög á fyrri hluta aldarinnar en minnka vegna stöðugrar rýrnunar jöklanna. Hitinn eykst meira á veturna en sumrin Þá benda loftlagslíkön til þess að hitinn á Íslandi muni aukast um 0,2 gráður ár áratug og er líklegast að það hlýni mest að vetrarlagi en minnst á sumrin. „Þótt veðurfarslíkön geri ráð fyrir aukinni úrkomu ber þeim ekki saman um hversu mikil aukningin verður. Úrkomudögum mun líklega fjölga og ákefð úrkomu aukast," segir á vef umhverfisráðuneytisins.Í skýrslunni er enn fremur gert ráð fyrir því að það hlýni á hafsvæðinu umhverfis Ísland á þessari öld og þá muni botnfiskum, eins og kolmunna og makríl, fjölga hér við land auk þess sem líkur eru á að auknum göngum úr norsk-íslenska síldarstofninum inn á Íslandsmið. Hlýnunin er hins vegar talin geta takmarkað útbreiðslu norrænni tegunda eins og loðnu, grálúðu og rækju sem gæti haft neikvæð áhrif á fæðubúskap þorsks.„Meiri hlýnun á heimskautssvæðinu en hér við land kann að hafa mikil óbein áhrif á lífríkið í sjónum við Ísland, þar sem ekki er ólíklegt að flökkustofnar eins og síld, loðna, og makríll breyti um göngur og stofnstærðir riðlist þegar nýjar lendur opnast í N-Íshafi," segir enn fremur í skýrslunni.Hlýnun hefur góð áhrif á gróðurþekju og landbúnaðÞá er gert ráð fyrir að hlýnunin hafi góð áhrif á gróðurþekju landsins og sömuleiðis landbúnað en hún mun gera norðlægum fuglategundum erfiðara uppdráttar en fjölga suðlægari fuglategundum hér á landi. Þá er bent á að umhverfisbreytingar í hafinu við landið hafi valdið verulegri fækkun sjófugla.Í skýrslunni segir að líklegar breytingar á sjávarstöðu á þessari öld séu háðar hnattrænni hækkun sjávar og lóðréttum hreyfingum lands. Landris við suðausturströndina geti vegið upp sjávarborðshækkun en landsig á suðvesturhluta landsins geti aukið við hana. „Talið er að hnattræn sjávarhækkun á þessari öld verði 0,2 til 0,6 metrar, en veruleg óvissa er í þessu mati og ekki hægt að útiloka enn meiri hækkun," segir í skýrslunni.Aukin sjávarhæð geti valdið náttúruvá og þá gætu vetrar- og haustflóð orðið meiri samfara aukinni úrkomu og flóð gætu orðið víðar á landinu en nú er. Vorflóð gætu enn fremur orðið sneggri og meiri.Skýrsla nefndarinnar byggir að hluta á fjórðu úttekt IPCC, en einnig að verulegu leyti á rannsóknum íslenskra og erlendra vísindamanna á umhverfisbreytingum á Íslandi. Margir vísindamenn mættu á fundi nefndarinnar og kynntu rannsóknaniðurstörðu, og einnig lögðu margir vísindamenn nefndinni til efni og lásu yfir skýrsludrög. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. Þetta kemur fram í skýrslu vísindanefndar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í fyrra til að meta áhrif loftlagsbreytinga í heiminum á Ísland. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að loftlagsbreytinga gæti nú þegar hér á landi og að þær muni hafa veruleg áhrif á náttúrufar. Þannig er gert ráð fyrir að Vatnajökull og Hofsjökull muni á næstu 150 árum hopa upp á hæstu tinda og vegna aukinnar bráðnunar mun afrennsli frá jöklum aukast mjög á fyrri hluta aldarinnar en minnka vegna stöðugrar rýrnunar jöklanna. Hitinn eykst meira á veturna en sumrin Þá benda loftlagslíkön til þess að hitinn á Íslandi muni aukast um 0,2 gráður ár áratug og er líklegast að það hlýni mest að vetrarlagi en minnst á sumrin. „Þótt veðurfarslíkön geri ráð fyrir aukinni úrkomu ber þeim ekki saman um hversu mikil aukningin verður. Úrkomudögum mun líklega fjölga og ákefð úrkomu aukast," segir á vef umhverfisráðuneytisins.Í skýrslunni er enn fremur gert ráð fyrir því að það hlýni á hafsvæðinu umhverfis Ísland á þessari öld og þá muni botnfiskum, eins og kolmunna og makríl, fjölga hér við land auk þess sem líkur eru á að auknum göngum úr norsk-íslenska síldarstofninum inn á Íslandsmið. Hlýnunin er hins vegar talin geta takmarkað útbreiðslu norrænni tegunda eins og loðnu, grálúðu og rækju sem gæti haft neikvæð áhrif á fæðubúskap þorsks.„Meiri hlýnun á heimskautssvæðinu en hér við land kann að hafa mikil óbein áhrif á lífríkið í sjónum við Ísland, þar sem ekki er ólíklegt að flökkustofnar eins og síld, loðna, og makríll breyti um göngur og stofnstærðir riðlist þegar nýjar lendur opnast í N-Íshafi," segir enn fremur í skýrslunni.Hlýnun hefur góð áhrif á gróðurþekju og landbúnaðÞá er gert ráð fyrir að hlýnunin hafi góð áhrif á gróðurþekju landsins og sömuleiðis landbúnað en hún mun gera norðlægum fuglategundum erfiðara uppdráttar en fjölga suðlægari fuglategundum hér á landi. Þá er bent á að umhverfisbreytingar í hafinu við landið hafi valdið verulegri fækkun sjófugla.Í skýrslunni segir að líklegar breytingar á sjávarstöðu á þessari öld séu háðar hnattrænni hækkun sjávar og lóðréttum hreyfingum lands. Landris við suðausturströndina geti vegið upp sjávarborðshækkun en landsig á suðvesturhluta landsins geti aukið við hana. „Talið er að hnattræn sjávarhækkun á þessari öld verði 0,2 til 0,6 metrar, en veruleg óvissa er í þessu mati og ekki hægt að útiloka enn meiri hækkun," segir í skýrslunni.Aukin sjávarhæð geti valdið náttúruvá og þá gætu vetrar- og haustflóð orðið meiri samfara aukinni úrkomu og flóð gætu orðið víðar á landinu en nú er. Vorflóð gætu enn fremur orðið sneggri og meiri.Skýrsla nefndarinnar byggir að hluta á fjórðu úttekt IPCC, en einnig að verulegu leyti á rannsóknum íslenskra og erlendra vísindamanna á umhverfisbreytingum á Íslandi. Margir vísindamenn mættu á fundi nefndarinnar og kynntu rannsóknaniðurstörðu, og einnig lögðu margir vísindamenn nefndinni til efni og lásu yfir skýrsludrög.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira