Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin 2008 6. ágúst 2008 13:23 Ómar Ragnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin árið 2008 fyrir baráttu sína gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. Verðlaunin hlýtur Ómar fyrir að hafa vakið almenning til vitundar um risavaxnar virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands og þau umhverfisspjöll sem stíflugerð og uppistöðulón til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði hafa valdið. Segir í tilkynningu frá Seacology að efnahagslegur ávinningur Íslands af þessum framkvæmdum sé lítill en gríðarstór svæði ósnortinnar náttúru hafi verið eyðilögð. Því sé Ómar Ragnarsson hetja í umhverfismálum á Íslandi. Seacology umhverfisverndarverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1992 til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til verndar lífríki á eyjum um allan heim s.s. Indónesíu, Hawaii, Tonga, Sri Lanka, Madagascar, Borneó og Papúa Nýju Gíneu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt vegna umhverfisverndarstarfs í Evrópu. Seacology eru helstu umhverfisverndarsamtök heims sem hafa það að markmiði að vernda einstakan fjölbreytileika lífríkis á eyjum veraldar. Samtökin voru stofnuð í ljósi þess að meirihluti þeirra plöntu- og dýrategunda sem orðið hafa útdauðar síðustu fjögurhundruð árin lifðu á eyjum heimsins og vinna samtökin ötullega að því að sporna gegn þessari ógnvekjandi þróun. Ómar Ragnarsson mun veita verðlaununum formlega viðtöku í San Francisco í Bandaríkjunum 2. október næstkomandi. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Ómar Ragnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin árið 2008 fyrir baráttu sína gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. Verðlaunin hlýtur Ómar fyrir að hafa vakið almenning til vitundar um risavaxnar virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands og þau umhverfisspjöll sem stíflugerð og uppistöðulón til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði hafa valdið. Segir í tilkynningu frá Seacology að efnahagslegur ávinningur Íslands af þessum framkvæmdum sé lítill en gríðarstór svæði ósnortinnar náttúru hafi verið eyðilögð. Því sé Ómar Ragnarsson hetja í umhverfismálum á Íslandi. Seacology umhverfisverndarverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1992 til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til verndar lífríki á eyjum um allan heim s.s. Indónesíu, Hawaii, Tonga, Sri Lanka, Madagascar, Borneó og Papúa Nýju Gíneu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt vegna umhverfisverndarstarfs í Evrópu. Seacology eru helstu umhverfisverndarsamtök heims sem hafa það að markmiði að vernda einstakan fjölbreytileika lífríkis á eyjum veraldar. Samtökin voru stofnuð í ljósi þess að meirihluti þeirra plöntu- og dýrategunda sem orðið hafa útdauðar síðustu fjögurhundruð árin lifðu á eyjum heimsins og vinna samtökin ötullega að því að sporna gegn þessari ógnvekjandi þróun. Ómar Ragnarsson mun veita verðlaununum formlega viðtöku í San Francisco í Bandaríkjunum 2. október næstkomandi.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira