Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um tvö prósent

MYND/Anton

Tæplega 560 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er tíu þúsund farþegum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um tveimur prósentum í júlí eftir því sem segir á vef Hagstofunnar.

Síðastliðna 12 mánuði, til loka júlí, komu tæplega 960 þúsund farþegar til landsins og er það 4,4 prósenta aukning frá 12 mánuðum þar á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×