Erlent

Bin Laden lætur aftur í sér heyra

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden

Osman Bin Landen mun senda frá sér "afar harðorða" yfirlýsingu innan skamms. Þetta var tilkynnt á heimasíðu hóps íslamista í dag.

"Harðorð yfirlýsing til múslima frá ljóni íslams, Osama Bin Laden, er væntanleg" segir á heimsíðunni sem er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum Al kaída.

Bin Laden sendi síðast frá sér tilkynningu á föstudaginn en það var gert í tilefni 60 ára afmælis Ísraelríkis. Sú tilkynning var ætluð vestrænum almenningi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×