Innlent

Dönsk hjón festust á hálendinu

Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi komu dönskum hjónum til hjálpar, eftir að þau höfðu fest bíl sinn í aurbleytu á hálendinu. Þau voru á leið frá Kjalvegi í Mælifellsdal í Skagafirði. Björgunarmenn náðu jeppa hjónanna upp úr festunni og fylgdu þeim til byggða. Vegurinn er lokaður en merkingum mun vera ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×