Handbolti

Úrslitakeppnin tekin upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukar urðu Íslandsmeistarar eftir hefðbundna deildakeppni í vor.
Haukar urðu Íslandsmeistarar eftir hefðbundna deildakeppni í vor.

Fjögurra liða úrslitakeppni verður tekin upp í N1-deildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili.

Þetta var ákveðið á ársþingi HSÍ í dag. Efstu fjögur liðin í hvorri deild taka þátt í úrslitakeppni þar sem það lið sem vinnur fyrst tvo leiki kemst í úrslit þar sem þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Neðsta liðið í deildinni fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið tekur þátt í umspili við liðin í 2., 3. og 4. sæti í 1. deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.

Spiluð verður þreföld umferð í deildakeppninni og mun HSÍ raða niður leikjunum í þriðju umferðinni og ákveða heimavallarrétt eftir árangri liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×