Innlent

Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra íhugar að sækja um forstjórastól LV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, íhugar nú að sækja um stöðu forstjóra Landsvirkjunar.

„Það hefur einhverri hugmynd verið hvíslað að mér já. En það er ekkert ákveðið í því ennþá," segir Jón Þór þegar Vísir spyr hann hvort skorað hafi verið á hann að sækja um. Hann vill þó ekki nefna hverjir hafi hvíslað þessari hugmynd að sér.

„Þetta er náttúrulega eitthvað mest spennandi starf sem í boði er í þessu landi, en það er margt annað hægt að gera líka," segir Jón Þór. Umsóknarfrestur um forstjórastólinn rennur út á morgun.

Það var á vefsíðunni Orðinu á götunni sem Jón var fyrst nefndur opinberlega til sögunnar. Þar kemur fram að Jón hafi meistara- og doktorspróf í hagfræði og báðar ritgerðirnar hafi fjallað um samkeppni á raforkumarkaði. Hann hafi jafnframt skrifað nokkuð um Landsvirkjun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×