Innlent

Fimm líkamsárásarmál í Reykjavík

Fimm líkamárásarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Í einu tilfellinu voru 8 Litháar að slást við Keiluhöllina. Sjö þeirra voru handteknir og færðir í fangageymslu, einn var fluttur á Slysadeild með höfuðáverka og brotnar tennur.

Þá var lögregla send í íbúðarhúsnæði í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem tilkynnt var um hnífstungu. Svo virðist sem fimm karlmenn af erlendu bergi brotnir hafi ráðist inn á Íslending sem býr í einu af leiguherbergjum í húsnæðinu. Hann varðist árásinni með hnífum og særði einn. Sá var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti. Hnífamaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×