Innlent

Páfinn sagði Gleðileg jól á íslensku

Benedikt 16. páfi sagði Gleðileg jól á íslensku nú fyrir stundu. Þetta var liður í hefðbundu ávarpi páfa til þjóða heimsins en í því segir hann Gleðileg jól á 60 tungumálum.

Ekki er vitað til þess að páfi hafi áður í sögunni sagt Gleðileg jól á íslensku í þessu hefðbundna ávarpi sínu. Á móti er leitun að ári þar sem Ísland og íslenska þjóðin hafa verið jafn áberandi í erlendum fjölmiðlum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×