Lífið

Sirkus Britney Spears í London

Britney Spears er alvöru stjarna og lætur sér ekki nægja einhverja meðalmennsku. Hún hefur gert alla í hinum breska X-Factor alveg brjálaða með kröfum sínum.
Britney Spears er alvöru stjarna og lætur sér ekki nægja einhverja meðalmennsku. Hún hefur gert alla í hinum breska X-Factor alveg brjálaða með kröfum sínum.

Breskir fjölmiðlar er ákaflega áhugasamir um komu Britney Spears til Lundúna og hafa fjallað nánast linnulaust um hennar mál í vikunni sem er að líða.

Poppprinsessan mun troða upp í sjónvarpsþættinum X-Factor í kvöld og hefur þegar látið til sín taka. Sky-fréttastofan fjallaði ítarlega um komu hennar og allt að því fáránlegar kröfur sem hún setur fyrir því að syngja í sjónvarpsþættinum. Dómarar í X-Factor eru engar smástjörnur; Simon Cowell þarf vart að kynna og Cheryl Cole er söngkona hins vinsæla stúlknaflokks Girls Aloud. Þau fá hins vegar ekkert að hitta Britney Spears eftir tónleikana og engar myndatökur verða leyfðar. Ekki einu sinni dómararnir fá að láta mynda sig með poppdívunni. Hvað þá óbreyttir þátttakendur sjónvarpsþáttarins.

Spears hefur auk þess farið fram á að þátttakendurnir í þættinum fái ekki að standa við hlið sviðsins þegar hún flytur lag sitt Womanizer. Það hefur hins vegar tíðkast í öll hin skiptin sem þekktar poppstjörnur á borð við Take That hafa komið fram. Þá hefur öryggisgæslan verið stórlega efld, öryggisvörðum hefur verið fjölgað úr 15 í 45. „Þetta er nánast fáránlegt,“ segir heimildamaður Sky. „Enginn hefur séð annað eins. Meira að segja Mariah Carey var hátíð miðað við Britney og þá er nú mikið sagt,“ bætir heimildamaðurinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.