Erlent

Lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að myrða tíu ára stúlku

Morðið á hinni tíu ára gömlu Englund vakti athygli langt út fyrir Svíþjóð.
Morðið á hinni tíu ára gömlu Englund vakti athygli langt út fyrir Svíþjóð.

Þingréttur í Falu í Svíþjóð hefur dæmt Anders Eklund í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt hina tíu ára gömglu Englu Juncosa Höglund fyrr á þessu ári og  sömuleiðis 31 árs gamla konu, Pernillu Hellgren, árið 2000. Þá var hann einnig sakfelldur fyrr grófa nauðgun, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms.

Mál hinnar tíu ára gömlu Englu vakti mikla athygli í apríl síðastliðnum en hún skilaði sér ekki heim eftir fótboltaæfingu. Víðtæk leit og rannsókn leiddi svo til þess að Anders Eklund var handtekinn og viðurkenndi hann að hafa myrt Englu. Vísaði hann lögreglu á lík hennar. Um leið viðurkenndi hann morðið á hinni 31 árs gömlu konu, Pernille Hellgren.

Tveir réttargeðælæknar komu fyrir dóminn og sögðu Eklund glíma við geðræn vandamál en þau væru ekki svo alvarleg að þau gerðu hann ósakhæfan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×