Innlent

Búist við auknu rennsli í Jöklu á næstunni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Mikið innrensli hefur verið frá Brúarjökli í Háslón við Kárahnjúkastíflu í hlýindum síðustu vikna. Vegna þess má búast við að lónið nái svokallaðri yfirfallshæð, um 625 metrum yfir sjávarmáli, í næstu viku.

Það þýðir að vatn byrjar að renna um yfirfallsrennu við Kárahnjúkastíflu og niður í gljúfrið og niður Jökuldal. Samkvæmt núgildandi spá mun vatn renna á yfirfalli fram í fyrstu viku október.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að vatnsrennsli í farvegi Jöklu neðan stíflunnar aukist nokkuð hratt og gæti orðið á bilinu 200-300 rúmmetrar á sekúndu. Gangi spáin eftir verði íbúar við Jöklu látnir vita um væntanlegt aukið rennsli í ánni með sólarhrings fyrirvara, en það er gert með símaskilaboðum frá Neyðarlínunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×