Erlent

Fangi sem vegur 150 kíló segist ekki fá nóg að borða

Fangi sem vegur 150 kíló og bíður réttarhalda í ríkisfangelsinu í Arkansas hefur stefnt yfirvöldum fyrir það að fá ekki nóg að borða í fangelsinu.

Hann kvartar sáran yfir því að hafa grennst um yfir 50 kíló frá því honum var stungið í steininn fyrir nokkrum mánuðum síðan en þá vóg hann yfir 200 kíló.

Fanginn segir að innan við klukkutíma eftir hverja máltíð sé hann orðinn sársvangur á ný. Fanginn er ákærður fyrir að hafa stungið mann til bana og kveikt síðan í heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×