Innlent

Vill helgarfangelsi fyrir unglinga

Besta leiðin til að berjast gegn afbrotahegðun unglinga á aldrinum 15-18 ára væri að setja þau í fangelsi margar helgar í röð. Þetta segir lögreglustjóri í Kaupmannahöfn.

Danir hafa miklar áhyggjur af auknum glæpum og alvarlegum ofbeldisverkum á meðal ungmenna. Hanne Bech Hansen, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn, segir að bestu viðurlögin væru að skerða félagslíf unglinga með því að loka þá inni um helgar. Hún segir að með þessum viðurlögum væri hægt að hitta unglingana fyrir þar sem þeir væru veikastir.

Hanne segir að það allra versta sem hægt væri að gera unglingum í dag væri að svipta þá frelsi um helgar. Það væri sá sem tími sem unglingar vildu helst vera úti að skemmta sér með skólafélögunum. Kosturinn við þessa aðferð væri hins vegar sá að unglingarnir þyrftu ekki að missa úr vinnu eða skóla til þess að taka út refsingu. Því mætti segja að hugmyndin um helgarfangelsi væri mannúðleg en grimm í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×