Innlent

Mjólkursamsalan hættir á Blönduósi

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið.

Í tilkynningu frá MS segir að að fyrirtækið leggi áherslu á að finna starfsfólkinu ný störf. Liður í því sé að flytja bragðefnavinnslu MS úr sjávarafurðum til Blönduóss en ekki kemur fram hve margir fá vinnu við hana. Sveitarstjórnarmenn á Blönduósi segja að þetta sé áfall fyrir atvinnulífið í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×