Innlent

Þrjú hundruð tóku þátt í hjartadeginum

Alþjóðlegi hjartadagurinn er í dag og í tilefni þess var var efnt til hjartagöngu og hlaups.

Á þriðja hundrað manns tóku þátt í deginum, en yfirskrift hans að þessu sinni er: ,,Hver er þín áhætta?". Aðstandendur dagsins minna á að allt að sjöhundruð manns deyja hér á landi ár hvert af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, eða um fjörtíu prósent dauðsfalla.

Einnig er minnt á að nærri þrjúhundruð manns bíða eftir að komast í hjartaþræðingu eða hjartaskurðaðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×