Erlent

Ekið á Åsne Seierstad

Ekið var á hinn heimsfræga norska rithöfund Åsne Seierstad þar sem hún var á hjóli í Osló á mánudag. Frá þessu greinir norski miðilinn side2.no.

Seierstad var á leið yfir götu þegar ekið var á hana og stakk ökumaðurinn af frá vettvangi. Rithöfundurinn er með barni en fóstrið skaðaðist ekki í slysinu en hins vegar beinbrotnaði Seierstad. Hún á von á sér eftir um mánuð.

Lögreglan mun hafa haft upp á ökumanninum og er rannsókn málsins í fullum gangi. Seierstad öðlaðist heimsfrægð með bókunum Bóksalinn í Kabúl og 101 dagur í Bagdad sem fjalla um lífið í hinum stríðshrjáðu löndum Afganistan og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×