Innlent

Lægsta útsvarið verður áfram á Seltjarnarnesi

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Seltjarnarnes verður áfram með lægstu útsvarsprósentuna á nýju ári, þar sem útsvarið verður 1,18 prósentustigum lægra en þar sem það er hæst.

Alþingi hefur samþykkt heimild til sveitarfélaganna til að hækka hámarksútsvarið úr 13,03 prósentum í 13,28 prósent, í ljósi þeirra erfiðleika sem blasa við sveitarfélögunum vegna aukinni útgjalda á sama tíma og tekjur þeirra dragast saman. Íbúar Seltjarnarness njóta áfram lægstu skattheimtunnar hjá sínu sveitarfélagi þar sem útsvarið verður óbreytt í 12,10 prósentum. Garðbæingar verða með næst lægsta útsvarið þar sem það verður 12,46 prósent og Reykvíkingar greiða áfram gamla hámarkið, 13,3 prósent.

Sveitarfélögin Akureyri, Grundarfjörður, Hafnarfjörður, Ísafjarðarbær og Kópavogur hækka öll útvsarið hjá sér úr gamla hámarkinu í nýja hámarkið eða 13,28 prósent. Í Reykjanesbæ var útsvarið undir hámarki á þessu ári eða 12,7 prósent en þar hækkar útsvarið í nýja hámarkið og nemur hækkunin 0,58 prósentustigum. Mörg sveitarfélög eiga eftir að ákveða útsvarsprósentuna, en reiknað er með að flest sveitarfélög af millistærð og þau sem eru illa sett nýti sér hámarkið, enda er það skilyrði fyrir því að fá úthlutað úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×