Innlent

Farið yfir notkun frístundakorta í sumar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar situr stjórn ÍTR
Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar situr stjórn ÍTR

Marktækur munur greinist á nýtingu frístundakorta eftir tekjum fjölskyldna. Stjórn Íþrótta- og tómstundaráðs samþykkti tillögu minnihlutans á fundi fyrr í dag um að farið verði yfir málið í sumar í því skyni að ÍTR hafi mótaðar tillögur um úrbætur áður en vetrarstarfið hefst í haust.

Fyrr í vikunni sagði Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, að eitt af helstum markmiðum með frístundakortinu vera að ,,snúa þessari þróun við þannig að það væri að minnsta kosti ekki peningaskortur sem hamlaði því að börn gætu stundað íþróttir."

,,Það er mikilvægt að vinna að því að ná fram þeim meginmarkmiðum með frístundakortunum að tryggja að börn búi við jafna aðstöðu til frístundaiðkunar," segir Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ÍTR, og bætir við að tryggja verði að kortin nýtist ekki aðeins þeim sem hafa komið sér upp tómstundaiðkun heldur einnig þeim sem gera það ekki nú þegar.












Tengdar fréttir

Frístundakort ekki byrjuð að skila tilsettum árangri

Frístundakort Reykjavíkurborgar hafa enn sem komið er ekki skilað þeim tilsetta árangri sem vonast var eftir. Nýleg skýrsla sýnir að marktækur munur er á notkun kortsins eftir tekjum því hinir tekjumeiri nýta sér kortið mun betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×