Innlent

Erlendir starfsmenn streyma frá landinu

MYND/Valgarður

Umsóknum um hvers kyns E-vottorð fyrir fólk sem starfað hefur hér á landi en hyggst leita vinnu annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur fjölgað umtalsvert á milli ára samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Hægt er að sækja um svokölluð E-vottorð ef fólk vill færa með sér réttindi sem það hefur áunnið sér í tengslum við vinnu eða atvinnuleysi á milli landa Evrópska efnahagssvæðisins. Sótt um slík vottorð hjá Vinnumálastofnun.

Að sögn Hugrúnar Jóhannesdóttur, forstöðumanns hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu, eru umsóknirnar um hvers kyns E-vottorð orðnar á bilinu 1200-1300 það sem af er ári en þær voru um 200 á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs. Stærstur hluti umsóknanna kemur frá Pólverjum að sögn Hugrúnar og hún segir því ekki rétt að fólk streymi enn til landsins til þess að leita vinnu. Straumurinn liggi nú frá landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×