Innlent

Frétt DV um Árna hefði verið rétt fyrir 14 árum

Helgi Bernódusson
Helgi Bernódusson

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við Vísi að forsíðufrétt DV í dag um Árna Mathiesen væri röng.

"Árni fær þessar greiðslur óháð því hvar hann er með lögheimili. Reglum sem lúta að þessu var breytt árið 1995 þannig að nú fá allir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja sömu greiðslur, að upphæð 90,700 krónur á mánuði burtséð frá því hvar þeir eru með lögheimili. Það má því segja að DV sé 14 árum of seint með fréttina," segir Helgi.

Helgi bendir á að menn menn fái 40% ofan á þessar greiðslur haldi þeir sannarlega tvö heimili og nefnir til að mynda Árna Johnsen og Arnbjörgu Sveinsdóttur. Árni Mathiesen er hins vegar ekki í þeim hópi.

 

 


Tengdar fréttir

Árni fær ekki greitt sérstaklega fyrir lögheimili á Kirkjuhvoli

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að frétt sem birtist á forsíðu DV í dag sé efnislega röng. Þar er því haldið fram að Árni hafi fengið tæpa eina milljón króna í greiðslur fyrir að skrá lögheimili sitt á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Í DV er sagt að Árni þiggi mánaðarlegar greiðslur fyrir að vera með það sem blaðið kallar „rangt lögheimili“, enda hafi Árni aldrei búið í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×