Framtíð íslensks fjármálamarkaðar Guðjón Rúnarsson skrifar 19. október 2008 05:00 Fjármálageirinn hefur vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Nú er almenn skoðun að hann hafi vaxið okkur yfir höfuð og því hafi hrun hans verið óhjákvæmilegt. Hvort svo sé raunin eða ekki læt ég sagnfræðingum framtíðarinnar eftir að svara. Hins vegar skal haft í huga að stöndugur fjármálageiri var og er jákvæður fyrir hvert þjóðfélag. Ísland er lítið land með opið hagkerfi þar sem flæði vöru og þjónustu er frjálst. Íslensk atvinnufyrirtæki í greinum þar sem stærðarhagkvæmni nýtur við standa því höllum fæti ef þau geta einungis reitt sig á lítinn heimamarkað. Bættar leikreglur Fjármálaþjónusta hefur á undanförnum árum orðið æ flóknari og að því er virðist alltof flókin, þar sem margir þátttakendur skildu ekki þá áhættu sem fólgin var í fjármálaafurðum sem þeir keyptu. Nútíma fjármálafyrirtæki þurfa að eyða miklum fjármunum í upplýsingatækni, áhættustýringu og ýmis önnur kerfi til að uppfylla alþjóðlega staðla og reglur. Auk þess eru ýmsar fjármálaafurðir þess eðlis að það er dýrt að búa þær til en lítill viðbótarkostnaður að selja hverjum nýjum viðskiptamanni. Af þessu leiðir að því stærri markaði sem fjármálafyrirtæki starfa á, þeim mun hagkvæmari getur rekstur þeirra orðið með því að dreifa föstum kostnaði af starfseminni á fleiri viðskipti. Ég held að það sé nauðsynlegt að muna að þessi staðreynd knúði íslenska banka til að sækja inn á nýja markaði og sú sókn var bæði eðlileg og heilbrigð, þótt menn geti síðan deilt um einstaka þætti útrásarinnar eða hvort að eðlileg sókn margra fyrirtækja hafi leitt til þess að heildar niðurstaðan hafi verið skynsamleg. Í því ljósi er líka rétt að huga að, í því uppgjöri sem framundan er, hvort leikreglurnar hafi verið skynsamlegar og þá hvernig megi bæta þær í framtíðinni. Stjórnvöld jafnt hér á Íslandi sem annars staðar í Evrópu hafa þegar boðað uppstokkun á regluumgjörð fjármálalífsins. Það skiptir miklu að þær breytingar sem gerðar eru séu hugsaðar til framtíðar. Þar eiga leiðarljósin að vera að annars vegar tryggja virka samkeppni á fjármálamarkaði bæði milli fyrirtækja og rekstrarforma. Hins vegar þarf að varðveita sveigjanleika fjármálakerfisins á sama tíma og öryggi og samkeppni eru efld. Í þeim efnum skal haft í huga að bankakrísur geta líka komið upp vegna þess að undirliggjandi kerfi er of ósveigjanlegt.Glötum ekki þekkingunni Því má aldrei gleyma að hornsteinn framfara í hagkerfi hvers ríkis er að hafa öflugt og sveigjanlegt bankakerfi sem getur stutt við atvinnufyrirtækin í landinu. Fjármálaþjónusta hefur verið eftirsóknarverð atvinnugrein um allan heim, enda sérfræðiþjónusta sem byggir á góðri menntun og þekkingu. Hér á Íslandi hefur á síðustu áratugum verið byggð upp mikil þekking og reynsla hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna. Fjármálakerfið á Íslandi og starfsfólkið sem þar vinnur hefur orðið fyrir þungu höggi síðustu daga. Flestir starfsmenn hafa þannig orðið fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, auk þess sem fjöldi þeirra stendur frammi fyrir því að missa vinnuna. Stærstu fjármálafyrirtæki landsins munu eiga á brattann að sækja næstu misseri að endurvinna traust gagnvart umheiminum. Jafnframt liggur fyrir að lítið mun fara fyrir erlendri starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í nánustu framtíð. Í þeirri uppstokkun sem nú á sér stað er mikilvægt að mínu mati að hyggja að tvennu; Í fyrsta lagi að öll sú verðmæta þekking sem orðið hefur til í fjármálafyrirtækjum glutrist ekki niður. Það getur gerst með tvennum hætti. Annars vegar að fólk flytjist úr landi og hins vegar að fólk sem býr yfir verðmætri kunnáttu finni ekki starf við sitt hæfi og þurfi að hverfa af vinnumarkaði eða til annara starfa þar sem þekking þess nýtist ekki eins vel í þágu íslensks samfélags. Hitt atriðið sem hyggja þarf að er að hér verði áfram öflug fjármálafyrirtæki sem geta sinnt íslenskum heimilum og fyrirtækjum, sem mörg hver starfa á alþjóðlegum vettvangi. Hættan er sú að ef hér verður kotbúskapur í fjármálaþjónustu, að allri verðmætustu þjónustunni verði sinnt af erlendum fjármálafyrirtækjum sem njóta meira kostnaðarhagræðis en þau íslensku. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu og verði ekki af þekkingunni í fjármálageiranum og missi heldur ekki þann virðisauka sem fjármálageirinn hefur byggt upp til erlendra keppinauta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fjármálageirinn hefur vaxið mikið á Íslandi á undanförnum árum. Nú er almenn skoðun að hann hafi vaxið okkur yfir höfuð og því hafi hrun hans verið óhjákvæmilegt. Hvort svo sé raunin eða ekki læt ég sagnfræðingum framtíðarinnar eftir að svara. Hins vegar skal haft í huga að stöndugur fjármálageiri var og er jákvæður fyrir hvert þjóðfélag. Ísland er lítið land með opið hagkerfi þar sem flæði vöru og þjónustu er frjálst. Íslensk atvinnufyrirtæki í greinum þar sem stærðarhagkvæmni nýtur við standa því höllum fæti ef þau geta einungis reitt sig á lítinn heimamarkað. Bættar leikreglur Fjármálaþjónusta hefur á undanförnum árum orðið æ flóknari og að því er virðist alltof flókin, þar sem margir þátttakendur skildu ekki þá áhættu sem fólgin var í fjármálaafurðum sem þeir keyptu. Nútíma fjármálafyrirtæki þurfa að eyða miklum fjármunum í upplýsingatækni, áhættustýringu og ýmis önnur kerfi til að uppfylla alþjóðlega staðla og reglur. Auk þess eru ýmsar fjármálaafurðir þess eðlis að það er dýrt að búa þær til en lítill viðbótarkostnaður að selja hverjum nýjum viðskiptamanni. Af þessu leiðir að því stærri markaði sem fjármálafyrirtæki starfa á, þeim mun hagkvæmari getur rekstur þeirra orðið með því að dreifa föstum kostnaði af starfseminni á fleiri viðskipti. Ég held að það sé nauðsynlegt að muna að þessi staðreynd knúði íslenska banka til að sækja inn á nýja markaði og sú sókn var bæði eðlileg og heilbrigð, þótt menn geti síðan deilt um einstaka þætti útrásarinnar eða hvort að eðlileg sókn margra fyrirtækja hafi leitt til þess að heildar niðurstaðan hafi verið skynsamleg. Í því ljósi er líka rétt að huga að, í því uppgjöri sem framundan er, hvort leikreglurnar hafi verið skynsamlegar og þá hvernig megi bæta þær í framtíðinni. Stjórnvöld jafnt hér á Íslandi sem annars staðar í Evrópu hafa þegar boðað uppstokkun á regluumgjörð fjármálalífsins. Það skiptir miklu að þær breytingar sem gerðar eru séu hugsaðar til framtíðar. Þar eiga leiðarljósin að vera að annars vegar tryggja virka samkeppni á fjármálamarkaði bæði milli fyrirtækja og rekstrarforma. Hins vegar þarf að varðveita sveigjanleika fjármálakerfisins á sama tíma og öryggi og samkeppni eru efld. Í þeim efnum skal haft í huga að bankakrísur geta líka komið upp vegna þess að undirliggjandi kerfi er of ósveigjanlegt.Glötum ekki þekkingunni Því má aldrei gleyma að hornsteinn framfara í hagkerfi hvers ríkis er að hafa öflugt og sveigjanlegt bankakerfi sem getur stutt við atvinnufyrirtækin í landinu. Fjármálaþjónusta hefur verið eftirsóknarverð atvinnugrein um allan heim, enda sérfræðiþjónusta sem byggir á góðri menntun og þekkingu. Hér á Íslandi hefur á síðustu áratugum verið byggð upp mikil þekking og reynsla hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna. Fjármálakerfið á Íslandi og starfsfólkið sem þar vinnur hefur orðið fyrir þungu höggi síðustu daga. Flestir starfsmenn hafa þannig orðið fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, auk þess sem fjöldi þeirra stendur frammi fyrir því að missa vinnuna. Stærstu fjármálafyrirtæki landsins munu eiga á brattann að sækja næstu misseri að endurvinna traust gagnvart umheiminum. Jafnframt liggur fyrir að lítið mun fara fyrir erlendri starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í nánustu framtíð. Í þeirri uppstokkun sem nú á sér stað er mikilvægt að mínu mati að hyggja að tvennu; Í fyrsta lagi að öll sú verðmæta þekking sem orðið hefur til í fjármálafyrirtækjum glutrist ekki niður. Það getur gerst með tvennum hætti. Annars vegar að fólk flytjist úr landi og hins vegar að fólk sem býr yfir verðmætri kunnáttu finni ekki starf við sitt hæfi og þurfi að hverfa af vinnumarkaði eða til annara starfa þar sem þekking þess nýtist ekki eins vel í þágu íslensks samfélags. Hitt atriðið sem hyggja þarf að er að hér verði áfram öflug fjármálafyrirtæki sem geta sinnt íslenskum heimilum og fyrirtækjum, sem mörg hver starfa á alþjóðlegum vettvangi. Hættan er sú að ef hér verður kotbúskapur í fjármálaþjónustu, að allri verðmætustu þjónustunni verði sinnt af erlendum fjármálafyrirtækjum sem njóta meira kostnaðarhagræðis en þau íslensku. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu og verði ekki af þekkingunni í fjármálageiranum og missi heldur ekki þann virðisauka sem fjármálageirinn hefur byggt upp til erlendra keppinauta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að öll skref sem stigin verða næstu daga, vikur og mánuði miði að því að byggja fjármálakerfi landsins upp aftur þannig að íslenskt þjóðfélag njóti öruggrar þjónustu...
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun