Sport

Gull í skugga stríðs

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tvö gullverðlaun á Ólympíuleikunum hafa náð að koma brosi á andlit Georgíumanna. Stríðsástand ríkir í Georgíu og um tíma ríkti óvissa um þátttöku landsins á Ólympíuleikunum.

Irakli Tsirekidze vann sigur í 90 kg flokki í júdó og Manuchar Kvirkelia skilaði gullverðlaunum í 74 kg flokki í grísk-rómverskri glímu.

„Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir þjóð okkar vegna ástandsins sem ríkir í heimalandinu," sagði Tsirekidze eftir sigur sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×