Erlent

Sakar Palin um skítkast

Barack Obama hefur sakað Söru Palin um skítkast eftir að hún sagði að hann væri í vinfengi við hryðjuverkamann.

Sara Palin var að tala um Bill Ayers sem stofnaði hina ofbeldisfullu Weather Undgerground hreyfingu í Vietnam stríðinu. Hreyfingin bar ábyrgð á mörgum sprengjutilræðum meðal annars einu í San Francisco sem varð lögreglumanni að bana.

Obama og Ayers eru saman í stjórn góðgerðarsamtaka í Chicago og Ayers hélt kynningarfund fyrir Obama á heimili sínu þegar hann fyrst bauð sig fram í embætti á níunda áratugnum.

Ekki er víst að Palin ríði feitum hesti frá þessum slag. Associated Press fréttastofan hefur greint samband mannanna og komist að þeirri niðurstöðu að þótt þeir þekkist sé of sterkt að segja að þeir séu í vinfengi.

Þá sé ekki hægt að ýja að því að þeir hafi verið í einhverju sambandi meðan Weather Underground framdi ódæðisverk sín. Þá var Obama aðeins átta ára gamall.

Spurð um þetta sagði Palin einfaldlega að Associated Press hafi rangt fyrir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×