Erlent

Gleymdi Stradivarius í leigubíl

Fiðlan er metin á um þrjúhundruð milljónir króna.
Fiðlan er metin á um þrjúhundruð milljónir króna.

Fiðluleikarinn Philippe Quint á leigubílstjóra einum í New York mikið að þakka. Hljóðfæraleikarinn gleymdi nefnilega fiðlunni sinni í aftursæti bílsins.

Fiðlan var engin japönsk fjöldaframleiðsla heldur alvöru Strdivarius sem var smíðuð árið 1723 og er metin á tæplega þrjú hundruð milljónir króna. Leigubílstjórinn, sem er frá Egyptalandi, hafði ekki hugmynd um hverslags gripur var á ferðinni en hann hikaði ekki við að koma sér í samband við Phillipe og skila hljjóðfærinu.

Að launum hlaut hann hundrað dollara, tæpar átta þúsund krónur, auk þess sem Quint hélt sérstakan konsert fyrir bílstjórann og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×