Innlent

Heilbrigðisráðuneytið skoðar fjárhagsvanda á Suðurnesjum

Breki Logason skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Helgi Mar Arthursson upplýsingafulltrúi Heilbrigðisráðuneytisins segir fjárhagsvanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vera í skoðun hjá ráðuneytinu. Stofnunin hefur ákveðið að frá og með 16.júlí verði læknar ekki á vakt eftir hefðbundinn opnunartíma, sjúklingar þurfa því að leita til Reykjavíkur.

„Þetta er þannig að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur gert okkur grein fyrir þessum fjárhagsvanda og hann hefur verið og er í skoðun hjá ráðuneytinn. Niðurstaðan liggur hinsvegar ekki ennþá fyrir," segir Helgi og bætir við að þetta mál verði ekki útkljáð í fjölmiðlum.

Guðlaugur Þór Þórðarson er í fríi þar sem ekki er símasamband og því náðist ekki í hann við vinnslu fréttarinnar.

Sigríður Snæbjörnsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sagði á Vísi í gær að fjárveitingar til stofnunarinnar séu ekki í samræmi við fjárveitingar til annarra heilbrigðisstofnana.

,,Þetta eru fyrstu skrefin sem við neyðumst til að taka og við erum með fleiri hugmyndir sem við munum grípa til fáist fjárveitingar til stofnunnarinnar ekki leiðréttar á næstunni," sagði Sigríður við Vísi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×