Vegna slæmrar stöðu íslenska hagkerfisins hefur X-ið 977 í samvinnu við Bar 11 ákveðið að bjóða landanum upp á alvöru kreppupartý fimmtudaginn 6.nóvember.
Verða veigar seldar á verði sem að hentar fátækum fórnarlömbum útrásarvíkinganna og munu hljómsveitirnar Nögl og Noise rokka eins og enginn sé morgundagurinn.
Það er enginn aðgangseyrir og byrjar partýið kl 22:00.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni Nögl.